Miðasala – Lína Langsokkur

      Panta miða á sýningu  HÉR

Vinsamlegast gangið frá greiðslu vegna miðana með millifærslu til flýta fyrir röð.

305-26-4430  kt.451078-2249

( vinsamlegst greiðið í sama nafni og pantað var og helst 2 tímum fyrir sýningu )

Þakka þér fyrir og góða skemmtun.

Leikfélag Fljótsdalshéraðs

Lína Langsokkur kemur austur – Æfingar komnar á fullt

Myndaniðurstaða fyrir lína langsokkurFlottur hópur vinnur að uppsetningu barnaleikritsins Línu Langsokkur í leikstjórn Jóels Samúelssonar.

Stefnt er á frumsýningu 2. nóv. og sýningar verða síðan í nóvember.

Sýningar verða í hátíðarsalnum í Alþýðuskólanum á Eiðum

Stjórn Leikfélagsins

Nánari upplýsingar á tölvupósti leikfelagfljotsdalsherads@gmail.com

eða í síma 661-9298

 

Vetrarstarf að hefjast 2019

Á síðasta aðalfundi var ákveðið að prófa aftur að hafa félagsgjöld og bjóða fólki einnig að vera styrktaraðila félgsins.

Þetta er gert til að geta haldið betur utan um þá sem vilja starfa með félaginu, enda er félagsgjaldið lágt.  Frítt er fyrir fólk 20 ára og yngra og 67 ára og eldra.  En ef það vill greiða þá getur það gerst styrktaraðilar.

Fjölskyldutilboð:  Það er aðeins greitt eitt félagsgjald á fjölskyldu sem er með sama heimilsfang.

Skráning í félagið er hér:

 

Leikum saman

                       2018

Mynd frá Sólveig Heiðrún Stefánsdóttir.

Leikum saman er opið hús leikfélagsins í sal félagsins á neðri hæð íþróttahússins í Fellabæ  (Áður Afrek)

Á þessum kvöldum reynum við að gera eitthvað skemmtilegt saman, eins og að líta á leikrit, fara í leiki, spjalla saman eða jafnvel að horfa á gamla upptölu af leikriti sem LF hefur sett upp árum áður.

Sjáumst hress

Stjórnin

Unnið í heimasíðu félagsins

Unnið er í að setja upp heimasíðu félagsins til halda í minningu um starfsemina í gegnum árin og okkur til skemmtunnar.    Unnið er að því að skanna myndir sem félagið á og fara yfir gamla pappíra.  Þeir sem eiga myndir eða eitthvað skemmtilegt frá félaginu geta sett sig í samband við Sólveigu á solla.stef@gmail.com eða 8623465.