Tobacco Road

Tóbaksvegurínn

Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýndi laugardaginn 2. des.1978 í Valaskjálf leikritið Tobacco Road eftir Erskine Caldwell.

Er þetta 2. verkefni leikfélagsins á þessu ári og má því segja að menningarlíf á Héraði blómstri mjög. Tobacco Road hefur verið sýnt víða um land og er flestum í fersku minni uppfærsla Leikfélags Reykjavikur fyrir nokkrum árum. Leikurinn gerist í suðurhluta Bandaríkjanna á kreppuárunum og fjallar um fjölskyldu sem þar býr við sult og seyru. Faðirinn, Pétur Lester, ér húðarletingi og ónytjungur, sem er að drepa fjölskyldu sina úr hungri með leti sinni. Konunni sinni, Ödu, er hann búinn að þræla út og er hún óttalegt skar. Börnin eru flest farin að heiman, en eftir eru tvö í heimahúsum. Ella Mæja, sem gengur ekki út vegna líkamslýta og Duddi, 15 ára galgopi og ruddi. Dóttirin Perla er gift Lóa og búa þau skammt frá. Þeim kemur ekki vel saman í hjónabandinu. Trúboðskerlingin Bessí kemur einnig nokkuð við sögu, en hún er ekkja, að farast úr karlmannsleysi, og fær hún Dudda til að giftast sér, gegn því að hún kaupi handa honum bíl með flautu.

Aðalhlutverk

Sigurjón Bjarnason og

Sigrún Benediktsdóttir.

 

Aðrir leikarar voru

Kristrún Jónsdóttir,

Guðmundur Steingrímsson,

Sólveig Traustadóttir,

Kristrún Eiríksdóttir,

Guðgeir Björnsson,

Eygló Gunnþórsdóttir,

Hjálmþór Bjarnason,

Þórhallur Pálsson

Bessi Einarsson.

Gervin eru öll einstaklega skemmtileg og vel gerð. Leikmyndin er einföld og góð og er það að verða vörumerki leikfélagsins, hvað leikmyndir þess eru góðar. Þessi er teiknuð af Þórhalli Pálssyni arkitekt. Vel gert í heildina tekið er þetta vel gert og þarf fólk ekki að iðrast þess að fara og sjá leikritið.

Leikstjóri er Einar Rafn Haraldsson.

Skoða myndir