Aðalfundur 2020

 

 

 

 

 

 

 

Glatt var á hjalla á aðalfundi Leikfélagsins á miðvikudaginn 3.júní. Margir félagsmenn mættu og færri komust að í stjórn en vildu.

Nýkjörin stjórn Leikfélags Fljótsdalshéraðs:

Formaður: Ásgeir Hvítaskáld

Stjórnarmenn: Fjóla Egedía Sverrisdóttir, Sólveig Heiðrún Stefánsdóttir, Hrefna Hlín Sigurðardóttir og Einar Sveinn Friðriksson

Varamenn: Jón Vigfússon og Kristján H. Svavarsson

Skráning í LF er HÉR

 

Húsnæðismál Leikfélagsins enn einu sinni í umræðu.

Formaður leikfélags Fljótsdalshéraðs segir að það sé í raun á götunni á meðan ekki sé ráðist í að byggja almennilega sviðsaðstöðu á Egilsstöðum. Ekki var hægt að setja upp Línu Langsokk í Valaskjálf vegna árekstra við veitingarekstur í húsinu og er sýnt á Eiðum.

Lesa má fréttina frá Rúnari á RÚV hér

Lína Langsokkur kemur austur – Æfingar komnar á fullt

Myndaniðurstaða fyrir lína langsokkurFlottur hópur vinnur að uppsetningu barnaleikritsins Línu Langsokkur í leikstjórn Jóels Samúelssonar.

Stefnt er á frumsýningu 2. nóv. og sýningar verða síðan í nóvember.

Sýningar verða í hátíðarsalnum í Alþýðuskólanum á Eiðum

Stjórn Leikfélagsins

Nánari upplýsingar á tölvupósti leikfelagfljotsdalsherads@gmail.com

eða í síma 661-9298