Elvis-leiðin heim

 

 

Sett upp Bragganum við Sláturhúsið í júní 2009

Leikstjóri:
Sigurður Ingólfsson 

Aðstoðaleikstjóri:
Dísa María Egilsdóttir

Framkvæmdastjóri:
Sólveig Heiðrún Stefánsdóttir.

Leikarar:

Sigurður Borgar Arnaldsson

Fjóla Egedía Sverrisdóttir

Valný Lára Jónsdóttir Kjerúlf

Úlfar Darri Þórsson

Eydís Sigfúsdóttir

Þór Ragnarsson

Steinunn Friðriksdóttir

Jóhanna Guðmundsdóttir

Benedikt Burkni Þorvaldsson

Sara Kristín Friðriksdóttir

Óðinn B. Bergsteinsson

Hólmfriður Sigurbjörnsdóttir

Sirkusdýr;  Guðbjörg Agnarsdóttir, Katrín Rós Pálsdóttir, Ása Jónsdóttir, Ástrós Ingvarsdóttir, Dagbjört Björnsdóttir, Snjólaug Björnsdóttir og Alexander

 

Frétt í Morgunblaðinu:

 

Elvis – Leiðin heim sýnt hjá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs

Elvis – leiðin heim er barnaleikrit fyrir alla fjölskylduna eftir Sigurð Ingólfsson var frumsýnt í Bragganum á Egilsstöðum þann 30. maí sl. í leikstjórn höfundar. Tónlistin í verkinu er samin og stjórnað af Magnúsi Helgasyni, fyrir utan Fangablús sem er íslensk útgáfa af Jailhouse Rock með Elvis Presley í útsetningu Magnúsar Helgasonar.

Leikritið fjallar um hundinn Elvis sem stingur af að heiman frá sér og hittir ýmis dýr á ferðum sínum. Honum er þó hugleiknast að komast heim til sín. Tónlistin tengir saman persónurnar í verkinu, sem vita það að án þess að eiga sitt lag, eru þau týnd. Börn og fullorðnir leika í verkinu, Elvis er leikinn af Sigurði Borgari Arnaldssyni.

Sýningar verða sem hér segir:
2. sýning þriðjudagur 2. júní kl. 20:00
3. sýning laugardagur 6. júní kl. 13:00
4. sýning laugardagur 6. júní kl. 17:00
5. sýning sunnudagur 7. júní kl. 15:00
6. sýning miðvikudagur 10. júní kl. 20:00
7. sýning sunnudagur 14. júní kl. 17:00
8. sýning miðvikudagur 17. júní kl. 17:00

Aðgangseyrir er kr. 1.000,- fyrir alla. (Ekki tekið við kortum)

Miðapantanir eru í síma 862-3465.

Athugið að mæta tímanlega á sýningu og ágætt að vera vel klæddur þar sem Bragginn er ekki upphitaður. Bragginn er staðsettur við hlið Sláturhússins á Egilsstöðum.