Um Leikfelagid

Áhugaleikfélag á Fljótsdalshéraði.

Aðalfundur 2020

 

 

 

 

 

 

 

Glatt var á hjalla á aðalfundi Leikfélagsins á miðvikudaginn 3.júní. Margir félagsmenn mættu og færri komust að í stjórn en vildu.

Nýkjörin stjórn Leikfélags Fljótsdalshéraðs:

Formaður: Ásgeir Hvítaskáld

Stjórnarmenn: Fjóla Egedía Sverrisdóttir, Sólveig Heiðrún Stefánsdóttir, Hrefna Hlín Sigurðardóttir og Einar Sveinn Friðriksson

Varamenn: Jón Vigfússon og Kristján H. Svavarsson

Skráning í LF er HÉR

 

Húsnæðismál Leikfélagsins enn einu sinni í umræðu.

Formaður leikfélags Fljótsdalshéraðs segir að það sé í raun á götunni á meðan ekki sé ráðist í að byggja almennilega sviðsaðstöðu á Egilsstöðum. Ekki var hægt að setja upp Línu Langsokk í Valaskjálf vegna árekstra við veitingarekstur í húsinu og er sýnt á Eiðum.

Lesa má fréttina frá Rúnari á RÚV hér

Lína Langsokkur kemur austur – Æfingar komnar á fullt

Myndaniðurstaða fyrir lína langsokkurFlottur hópur vinnur að uppsetningu barnaleikritsins Línu Langsokkur í leikstjórn Jóels Samúelssonar.

Stefnt er á frumsýningu 2. nóv. og sýningar verða síðan í nóvember.

Sýningar verða í hátíðarsalnum í Alþýðuskólanum á Eiðum

Stjórn Leikfélagsins

Nánari upplýsingar á tölvupósti leikfelagfljotsdalsherads@gmail.com

eða í síma 661-9298

 

Vetrarstarf að hefjast 2019

Á síðasta aðalfundi var ákveðið að prófa aftur að hafa félagsgjöld og bjóða fólki einnig að vera styrktaraðila félgsins.

Þetta er gert til að geta haldið betur utan um þá sem vilja starfa með félaginu, enda er félagsgjaldið lágt.  Frítt er fyrir fólk 20 ára og yngra og 67 ára og eldra.  En ef það vill greiða þá getur það gerst styrktaraðilar.

Fjölskyldutilboð:  Það er aðeins greitt eitt félagsgjald á fjölskyldu sem er með sama heimilsfang.

Skráning í félagið er hér: