Sunneva og sonur ráðsmannsins

Sunneva sonur ráðsmannsins eftir Rögnvald Erlingsson á Víðivöllum var frumsýnt í Valaskjálf 5.maí 1979.

Var þetta frumflutningur á austfirsku leikriti eftir austfirskan höfund er ekki daglegur viðburður,

Viðtal sem bitist í Austra um sýninguna við höfund.

— Hvenær gerist leikritið? — Það byrjar árið 1739 og tekur yfir 16 ára tímabil. Ég vil samt undirstrika það að þetta er skáldskapur út frá sögulegum heimildum. Ég hef lesið allt sem ég hef náð í um Sunnevumálið, en mér finnst svo margt skína þar í gegn, sem ekki kemur fram.

— Er langt síðan þú skrifaðir þetta? — Það fyrsta skrifaði ég 1974, og má segja að þetta hafi verið í smíðum síðan. Fyrsta þáttinn skrifaði ég í haust.

— Hvað eru margar persónur í leikritinu? — Leikendur eru 15 og atriðin eru sjö. Aðalhlutverkin má segja að séu fjögur. Það er Hans Wium sýslumaður, sem Baldur Pálsson leikur, kona hans sem er leikin af Kristrúnu Jónsdóttur, Sunneva sem Inga Rósa Þórðardóttir leikur og sonur ráðsmannsins sem Gunnlaugur Ólafsson leikur. Sonur ráðsmannsins er reyndar algjör tilbúningur minn.

— Hvernig reynsla er að sjá verk sitt lifna á sviði? — Það er ákaflega skemmtileg reynsla, og ég vil leggja áherslu á þátt Einars Rafns Haraldssonar í þessu, en hann hefur leikstýrt og átt þátt í þessu á lokastigi. Einnig á þátt fólksins sem leikur. Það hefur verið mjög ánægjulegt að vinna með þessu fólki öllu og vera með í þessu, og mikil viðbrigði fyrir mig að vera allt í einu kominn í þessa hringiðu sagði Rögnvaldur að lokum.

Leikstjóri:
Einar Rafn Haraldsson

Leikarar:

Baldur Pálsson

Kristrún Jónsóttir

Inga Rósa Þórðardóttir

Gunnlaugur Ólafsson

Skoða myndir